Hverfisráðið sér um Gimli

Hverfisráð Stokkseyrar hefur tekið við umsjón samkomuhússins Gimli á Stokkseyri.

Þetta var samþykkt í bæjarráði Árborgar fyrir skömmu og ákvörðunin var staðfest með undirritun við hátíðlega athöfn í Shell-Skálnum á Stokkseyri sl. laugardag.

Samninginn undirrituðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar og Jón Jónsson fyrir hönd Hverfaráðs Stokkseyrar.

Samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri verður 90 ára á þessu ári en það var byggt á 6 mánuðum árið 1921.

Fyrri greinÓttast áhrif Ölfusárvirkjunar á laxastofna í uppsveitum
Næsta greinGranít fyllti Brydebúð