Hverfaráð í Árborg

Til stendur að setja á stofn hverfaráð eða hverfanefndir íbúa í sveitar­félaginu Árborg.

Málið verður að líkindum tekið fyrir í bæjarstjórn á næstu vikum. Verið er að áætla fjölda hólfa og hversu margir ráðsmenn yrðu í hverju þeirra.

Að sögn Eyþórs Arnalds, formanns bæjarráðs Árborgar, er tilgangur með stofnun hverfaráðanna sá að fá fram betri tengingu íbúa við bæjar­yfirvöld og aukinni virkni.

Fyrri greinFyrrverandi oddviti skipuleggur Thailandsferðir
Næsta greinHamar tapaði á Króknum