Í gær var undirritaður nýr þjónustusamningur á milli Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga. Samningurinn er til þriggja ára, til ársloka 2026.
Meginmarkmið samningsins er að auka samstarf Hveragerðisbæjar og Listasafnsins og efla þar með menningarstarf, sýningahald og safnastarf í bænum. Samningurinn fellur að stefnu Hveragerðibæjar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að unnið sé með sérstöðu bæjarins á sviði lista og að byggð sé upp skapandi menning í bænum.
Hveragerðisbær mun annast umhirðu lóðar safnsins á samningstímanum og veita ráðgjöf vegna viðhalds á húsnæði safnsins. Að auki greiðir bærinn fasteignagjöldin fyrir safnið. Listasafnið mun meðal annars standa fyrir námskeiðum um myndlist, söfn og safnastarf fyrir börn og unglinga í Hveragerði, bjóða grunnskólanemum á sýningar í safninu og veita dvalargestum í listamannahúsinu Varmahlíð vinnuaðstöðu ef mögulegt er.
Framlag Hveragerðisbæjar til safnsins nemur á samningstímanum samtals 17.880.000 kr.