Hveragerðisbær fær Evrópustyrk til uppsetningar á þráðlausu neti

Hveragerði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Hveragerðisbær hefur hlotið rúmlega tveggja milljón króna styrk frá Evrópuverkefninu WiFi4EU til uppsetningar á þráðlausu neti í almenningsrýmum bæjarins.

Sveitarfélögum í Evrópu hefur staðið til boða að sækja um styrki fyrir þráðlaust net í almenningsrýmum í gegnum þetta verkefni, svo sem í almenningsgörðum, söfnum og á öðrum stöðum þar sem almenningur kemur saman.
Verkefninu er ætlað að auka aðgengi íbúa og gesta að þráðlausu neti á opinberum stöðum í sveitarfélögum í Evrópu.

Hveragerðisbær sendi inn umsókn í haust og hlaut styrkinn, sem nemur 15.000 Evrum og segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, að styrkurinn muni nýtast vel til að bæta aðgengi íbúa en ekki síst gesta sem til bæjarins koma að þráðlausu neti. Sveitarfélagið Hornafjörður fékk einnig styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

Fyrri greinÓðinshaninn flýgur ævintýralegar vegalengdir
Næsta greinValdimar ráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar