Hveragerði úr leik

Hvergerðingar eru úr leik í spurningaþættinum Útsvari eftir 50-89 tap gegn sigurvegurunum frá því í fyrra, Garðabæ.

Liðin mættust í sjónvarpssal í kvöld og var Garðabær yfir frá fyrstu spurningu og náðu Hvergerðingar ekki í skottið á þeim þrátt fyrir góða keppni.

Lið Hveragerðis var skipað þeim Svövu Þórðardóttur og nýliðunum Friðrik Sigurbjörnssyni og Sigurði Blöndal.