Hveragerði tapaði fyrir Garðabæ

Hvergerðingar komust ekki á flug og töpuðu að lokum 57-47 þegar þeir mættu Garðabæ í Útsvarsþætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu.

Garðbæingar höfðu forystuna allan tímann en Hvergerðingar söxuðu á forskot þeirra undir lokin og þegar upp var staðið skildu tíu stig liðin að.

Lið Hveragerðis skipa þau Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri, Eyþór Heimisson háskólanemi og Úlfur Óskarsson býflugnabóndi.

Í næstu viku mætir lið Árborgar liði Skagafjarðar.

Fyrri greinAðeins fimmtán verkefni styrkhæf
Næsta greinHamar með góðan útisigur