Hver ók á svarta Skodann?

Ekið var utan í svarta Skoda Superb fólksbifreið þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus í bílastæði fyrir framan Íslandspóst við Austurveg á Selfossi síðastliðinn föstudag.

Atvikið átti sér stað á milli klukkan 15:30 og 15:40 föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Á hægra afturbretti Skodans er löng rispa sem sennilega er eftir jeppabifreið.

Hlutaðeigandi og vitni eru beðin að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinAfturkallaði ekki aðstoð björgunarsveitar
Næsta greinFangi strauk af Litla-Hrauni