Hver einasta smuga notuð

„Það er hver einasta smuga notuð til að ná inn korninu,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi um kornuppskeru þar í hrepp.

Hann hefur sjálfur um 30 hektara undir, en þurrkar jafnframt fyrir aðra bændur.

Sigurður segir að í tíðarfarinu undanfarið hafi menn farið fyrripart dags, kannski 3 til 5 tíma ef færi gefst til að ná inn korninu. Það getur reynst erfitt ef mikil bleyta er í stráum.

„Það er vont að ná því ef það liggur,“ segir Sigurður. Kornið þurfi alltaf að vera þurrt. Á sunnudag og mánudag var ágætur þerrir og þá var líka unnið hverja stund á kornökrum, bæði dag og nótt.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÖruggt hjá Selfyssingum gegn ÍR
Næsta greinHamar og Þór áfram í bikarnum – FSu úr leik