Hvatagreiðslur í Árborg hækka

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar næstkomandi mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hækka um 50%, úr 10.000 kr. í 15.000 kr.

Foreldrar barna á aldrinum 5 – 17 ára (1997 – 2009) geta sótt um hvatagreiðslur í gegnum Mín Árborg. Hvatagreiðslan gildir fyrir öll íþrótta- og tómstundanámskeið sem telja um tíu vikur eða lengur. t.d. íþróttaæfingar, tónlistarnám, skátastarf o.fl.

Fram til 31. janúar er hægt að sækja um 10.000 kr. hvatagreiðslu fyrir hvert barn 5 – 17 ára búsett í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2013.

Fyrri greinHeklukot hlaut menntaverðlaunin
Næsta greinLeitað að ökumanni ljósrar bifreiðar