Hvasst undir Eyjafjöllum

Mikið sandfok hefur verið á köflum undir Eyjafjöllum nú undir kvöld, hvasst og miklir strengir.

Talsvert öskufall hefur verið í dag, suður og suðvestur af Vatnajökli. Öskumistur hefur verið víða landinu, en öskumökkurinn hefur verið í 3 – 6 km. hæð í dag. Hægt er að fylgjast með svifryki á nokkrum stöðum á landinu á vefsíðunni http://kort.vista.is/.

Vegurinn frá Vík í Mýrdal að Freysnesi er ennþá lokaður af öryggisástæðum, en þar hefur verið dimmt og lítið skyggni í dag, sérstaklega í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur. Almannavarnayfirvöld á Klaustri hafa verið í sambandi við íbúana þar og á bæjunum þar í kring og hugað að fólki.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa aðstoðað við að flytja fólk innan svæðisins í dag. Þá hafa birgðir af vatni í neysluumbúðum hafa verið sendar austur.