Hvarf frá Götusmiðjunni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum 12 í Hafnarfirði. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi aðfaranótt föstudagsins 19. mars síðastliðinn.

Svava Hrönn er um 170 sm á hæð, mjög grönn um 57 kíló, dökkhærð með sítt hár og grænblá augu. Þeir sem vita um dvalarstað Svövu eða vita um ferðir hennar frá því síðastliðinn föstudag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.