Hvammsvirkjun gæti verið gangsett 2019

Gangi áform Landsvirkjunar eftir verður Hvammsvirkjun gangsett árið 2019. Sveitastjórnir beggja vegna Þjórsár kanna nú hvort gera þurfi nýtt umhverfismat.

RÚV greinir frá því að fulltrúar Landsvirkjunar hittu í morgun sveitarstjóra og oddvita Rangárþings ytra og sveitarstjóra og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að ræða næstu skref.

Helsta niðurstaða fundarins var að leita til Skipulagsstofnunar um að hún gefi álit á því hvort þurfi að endurskoða mat á umhverfisáhrifum en matið sem er fyrir er frá árinu 2003.

Ferðamannastraumur á svæðið hefur aukist og menn vilja láta kanna þessa þætti.

Ef þessi áform ganga eftir hefjast þau á veglagningu og brúarsmíði yfir Þjórsá, 30 km ofar en sú sem er fyrir. Þá er gert ráð fyrir að virkjunin verði gangsett árið 2019.

Frétt RÚV

Fyrri greinVeiðin glæðist í Ölfusá
Næsta greinKanna áhrif öskufalls á uppvaxandi birki