Hvalurinn kominn upp í fjöru

Hvalshræið sem rak upp að landi við Stokkseyri í vikunni er nú komið alveg upp í fjöru og liggur fyrir neðan sjóvarnargarðinn við kirkjuna.

Björgunarsveitarmenn fóru á báti að hvalnum úti fyrir Stokkseyri fyrr í vikunni og tóku sýni úr honum. Um hnúfubak er að ræða.

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar munu að öllum líkindum skoða hræið en það er á ábyrgð sveitarfélagsins að fjarlægja hræið eða grafa það í fjörunni.

Að sögn Björns Inga Bjarnasonar, fréttaritara sunnlenska.is við ströndina, ilmar hræið nokkuð hressilega. Búast má við að margir munu leggja leið sína á Stokkseyri um helgina til að skoða skepnuna.

hvalreki_2stokks030312bib_172443540.jpg
Þórður Guðmundsson, Jónas Henningsson og Jón Jónsson skoða hræið í morgun. sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason