Hvalreki í Hvolsfjöru

Skugganefjan í Hvolsfjöru. Ljósmynd/Birna Viðarsdóttir

Hval hefur rekið á land í Hvolsfjöru, austan við ós Klifanda í Mýrdal. Líklegast hefur hvalinn rekið á land í gærkvöldi eða í morgun.

Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli tók myndina sem fylgir fréttinni en hún og Einar Magnússon fundu hræið í morgun og giska á að það sé á milli fjögurra og fimm metra langt.

Hræið verður væntanlega rannsakað af þar til bærum aðilum en það er síðan ákvörðun Umhverfisstofnunar hvernig staðið verður að förgun þess.

Fyrri greinGuðmundur bakari ber fegurstu mottuna
Næsta greinBreyting á reglugerð um verndun Þingvallavatns