Hvalreki í Hvolsfjöru

Skugganefjan í Hvolsfjöru. Ljósmynd/Birna Viðarsdóttir

Hval hefur rekið á land í Hvolsfjöru, austan við ós Klifanda í Mýrdal. Líklegast hefur hvalinn rekið á land í gærkvöldi eða í morgun.

Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli tók myndina sem fylgir fréttinni en hún og Einar Magnússon fundu hræið í morgun og giska á að það sé á milli fjögurra og fimm metra langt.

Hræið verður væntanlega rannsakað af þar til bærum aðilum en það er síðan ákvörðun Umhverfisstofnunar hvernig staðið verður að förgun þess.