Hvaða áhrif hefur ný brú yfir Ölfusá?

Hádegisuppákoma fræðasetursins Fjölheima á Selfossi í febrúar er næsta miðvikudag, 25. febrúar. Þá mun Magnús Gísli Sveinsson segja frá rannsóknum sínum varðandi hugsanleg áhrif nýrrar brúar yfir Ölfusá.

Í BS verkefni sínu í viðskiptafræði rannsakaði Magnús hugsanleg áhrif sem ný brú yfir Ölfusá gæti haft á þjónustuaðila á árbakkanum. Ritgerð Magnúsar ber heitið „Áhrif hjáleiðar um Selfoss á verslun og þjónustu“.

Í henni var gerð rannsókn á hverjar verslunarvenjur sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi eru með það að markmiði að sjá hvort þær breytist ef þjóðvegur eitt væri færður norður fyrir Selfoss. Að auki var rætt við hagsmunaaðila og afstaða þeirra til framkvæmdarinnar könnuð og hvaða áhrif þeir teldu að færsla vegarins norður fyrir Selfoss hefði á þeirra rekstur.

Magnús munu segja frá sínum rannsóknum og helstu niðurstöðum og er því hér er einstakt tækifæri til að kynna sér vinnu Magnúsar við rannsókn á þessu mikilvæga málefni sem er mikið í umræðunni meðal íbúa á svæðinu.

Aðgangur er ókeypis en Birta mun sjá um veitingar, samlokuhlaðborð og drykki með á 1.000 kr. og því er mikilvægt að skrá þáttöku í með því að senda tölvupóst á fjolheimar@gmail.com eða í síma 5602030

Athugið að fundurinn er í þetta sinn á miðvikudegi en ekki fimmtudegi og hefst kl 12:10 og stendur til 12:50.

Allir velkomnir í Fjölheima.

Fyrri greinDagný, Fríða og Gumma til Algarve
Næsta greinSóley valin íþróttamaður Hamars