Hvað geta kýr étið mikið?

Nú í febrúar hófust mælingar á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar í tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Mælingarnar eru hluti af M.S. verkefni Lilju Daggar Guðnadóttur við LbhÍ undir leiðsögn Jóhannesar Sveinbjörnssonar og Grétars H. Harðarsonar. Halla Kjartansdóttir, starfsmaður BSSL, hefur verið henni til aðstoðar við framkvæmd mælinganna.

Notast er við 18 kýr á fyrri hluta mjaltaskeiðs, flestar eru á fyrsta mjaltaskeiði, en sú elsta er á 7. mjaltaskeiði.

Verkefninu er ætlað að auka við þau gögn sem áður hefur verið aflað um átgetu og er áætlað að frekari rannsókn verði gerð næsta vetur á Stóra-Ármóti í þessum sama tilgangi.

Markmið verkefnisins er að geta notað þær upplýsingar sem aflað er með áðurnefndum rannsóknum til að bæta þær spár sem nú eru notaðar í fóðurmatskerfinu NorFor um átgetu íslensku mjólkurkýrinnar.

Frá þessu er greint á heimasíðu BSSL

Fyrri greinSelfoss og Hamar töpuðu
Næsta greinUngir íþróttamenn heiðraðir