Húsið í Suður-Hvammi stórskemmt

Gamalt íbúðarhús í Suður-Hvammi í Mýrdal, sem hefur verið notað sem sumarbústaður, er stórskemmt eftir eldsvoða í dag. Mikill eldur var í húsinu en slökkvistarf gekk vel og lauk því laust fyrir klukkan fjögur.

Boð um eldinn bárust Neyðarlínunni á þriðja tímanum í dag og var slökkviliðið í Vík kallað út ásamt Björgunarsveitinni Víkverji.

Mikill eldur var í húsinu og logaði út um glugga og þak á norðurhlið hússins. Mjög miklar skemmdir urðu innanstokks.

Eldsupptök eru ekki ljós en lögreglan mun rannsaka þau í framhaldinu. Vakt verður við húsið í dag til að ganga úr skugga um að ekki leynist glæður í því.


Suður-Hvammur. sunnlenska.is/Þórir N. Kjartansson


sunnlenska.is/Þórir N. Kjartansson


sunnlenska.is/Þórir N. Kjartansson


Frá slökkvistarfinu í dag. Ljósmynd/Guðmundur Ragnarsson


Ljósmynd/Guðmundur Ragnarsson

Fyrri greinAlelda hús í Suður-Hvammi
Næsta greinÞór vann eins stig sigur