Húsið á Eyrarbakka 250 ára

Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Af því tilefni boðar Byggðasafn Árnesinga til hátíðarsamkomu í Húsinu þann 9. ágúst næstkomandi.

Húsið var byggt af Jens Lassen kaupmanni á Eyrarbakka sem íbúðarhús fyrir sig og starfsmenn sína og var kaupmannssetur til 1927.

Byggðasafn Árnesinga hefur haft það til sýnis undanfarin 20 ár.

Nánar verður sagt frá hátíðinni þegar nær dregur.

Fyrri greinBarokkbandið Brák í Skálholti
Næsta greinGrímur og Úlfur á palli í Berlín