Húsbrot á Selfossi og rúðubrot á Þingvöllum

Aðfaranótt sunnudags var framið húsbrot í Fosstúni, heimavist FSu, við Eyraveg á Selfossi. Leigjandi herbergis hafði gleymt að læsa útihurð og þegar hann kom í herbergið blasti við honum ófögur sjón.

Rótað hafði verið í hirslum og fatnaði dreift um herbergið. Einskis var saknað. Ef einhver getur veitt upplýsingar um málið getur hann komið þeim á framfæri á suðurland@logreglan.is eða í síma 444 2010.

Þegar starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum komu til vinnu á föstudagsmorgun sáu þeir að rúða hafði verið brotin í húsinu. Engin ummerki voru um að farið hafi verið inn í verslunina og því engu stolið. Ekki er vitað hver braut rúðuna.

Fyrri greinFundu 40 grömm af kannabislaufum
Næsta greinDagbók lögreglu: Féll fram af húsþaki