Húsbíll fauk útaf undir Ingólfsfjalli

Uppúr klukkan átta í morgun fauk húsbíll útaf Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall og hafnaði út í skurði. Engin slys urðu á fólki.

Á þessum slóðum hafa vindhviður farið upp fyrir 30 m/sekúndu og er því varhugavert að vera þar á ferð á slíkum faratækjum sem taka á sig vind.

Lögreglu hafa borist þrjár tilkynningar vegna foks það sem af er degi en tjón lítið.