Húsbíll fauk útaf í Selvogi

Björgunarfélag Árborgar var kallað út um kl. 9:30 í morgun í óveðurs aðstoð á Selfossi. Trampólín, fánaborgir og ýmislegt lauslegt var þá farið að fjúka um götur bæjarins.

Veðurstofan gerir ráð fyrir miklum vindi fram eftir degi í dag á Suðurlandi.

Mikil umferð hefur verið um Suðurland í dag, meðal annars á Suðurstrandarvegi, en mbl.is greindi frá því að þar hefði húsbíll fokið út af veginum við Herdísarvík.

Fyrri greinSluppu naumlega úr brennandi bústað
Næsta greinKFR tapaði fyrir toppliðinu