Húsbíll fannst brunninn í Árnessýslu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi ásamt tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegið í dag.

Sérstaklega er verið að huga að því hvort einhver hafi verið í bílnum þegar eldur kom upp en einungis glæður voru í honum þegar að var komið og bíllinn mikið brunninn.

Frekari upplýsinga er ekki að vænta að sinni frá lögreglu um málið.