Huppa komin til Reykja­vík­ur

„Ísbúð er nokkuð sem fólk teng­ir sterkt við Álf­heim­ana og finnst ekki mega missa sín. Við höfðum lengi haft í huga að færa út kví­arn­ar og þegar ísbúðin þar var föl grip­um við tæki­færið.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Már Þrá­ins­son, einn eig­enda ísbúðar­inn­ar Huppu, í samtali við mbl.is en Ísbúð Huppu hefur nú verið opnuð í Álfheimum í Reykjavík.

Nokk­ur ár eru síðan Huppa á Sel­fossi var opnuð og hafa viðtök­urn­ar þar verið mjög góðar. Gunn­ar Már og hans fólk vildu byggja á því og horfðu til Reykja­vík­ur, því vel hef­ur gengið hjá Huppu á Selfossi þar sem fólk, til dæm­is úr Reykjavík, stopp­ar gjarn­an og fær sér ís.

Eig­end­ur Huppu eru tvö pör á Sel­fossi, þau Eygló Rún Karls­dótt­ir og Sverr­ir Rún­ars­son – og Telma Finns­dótt­ir og Gunn­ar Már.

„Kon­urn­ar sjá al­farið um þenn­an dag­lega rekst­ur og við Sverr­ir erum bara í því að skipta okk­ur af,“ seg­ir Gunn­ar Már í viðtali við mbl.is.

Frétt mbl.is

Fyrri grein„Við vorum yfir í baráttunni“
Næsta greinFatlaðir fari aftur til ríkis