Hundurinn rak rjúpuþjófana burt

Heimilisfaðir í vesturbæ Selfoss vaknaði í morgun við að einhver var að rjátla við svefnherbergisgluggann – og sá var ekki líklegur til að gefa í skóinn.

Húsbændinn athugaði málið með heimilishundinn sér til aðstoðar og sá þá hvar tveir kettir höfðu klifrað upp húsvegginn og krækt í rjúpu sem hékk þar undir þakskegginu.

Hundurinn sinnti sínu hlutverki en þjófarnir komust undan með eina rjúpu.

Fyrri greinHrunalaug botnfrosin
Næsta greinBálhvasst undir Eyjafjöllum