Hundur olli usla í hænsnakofa

Eigandi unghænunnar sem fannst í garði á Selfossi í gærkvöldi hefur gefið sig fram og sótt hænuna á lögreglustöðina.

Hænan var ekki langt að komin heldur hafði hún verið í hænsnakofa í nágrenninu. Hundur hafði komist í kofann og valdið usla hjá íbúum hans.

Ekki var um kornhænu að ræða heldur unga dverg- eða landnámshænu.