Hundur glefsaði í andlit pilts

Hundur glefsaði í andlit 17 ára pilts á milli klukkan 16 og 17 í gær við verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi. Hundurinn var bundinn við staur.

Pilturinn var að klappa hundinum og hafði gert um stund þegar hundurinn fyrirvaralaust glefsaði í andlit drengsins sem fékk slæmt sár á kinn.

Hann leitaði til læknis strax eftir atvikið. Ekki er vitað hver eigandi hundsins er en samkvæmt heimildum sunnlenska.is var hundurinn svartur og líklega um einhverskonar labradorblending að ræða.

Fyrri greinKjalvegur er „óboðlegur vegslóði“
Næsta greinDagbók lögreglu: Axlarbrot og fíkniefni í poka