Hundur beit barn í andlitið

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Barn var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og síðan til frekari aðstoðar í Reykjavík, eftir að hundur á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu beit það í andlitið í síðustu viku.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að barnið hafi verið gestkomandi á bænum. Það var útskrifað af sjúkrahúsi sama kvöld, eftir að gert hafði verið að sárum þess.

Fyrri greinStóri Plokkdagurinn 24. apríl, vertu með!
Næsta greinStaðgreiddi stóra sekt á Mýrdalssandi