Hundraðasta HSK þingið í dag

Árið 2020 var fámennt héraðsþing haldið í Hvolnum og 2021 fór þingið fram í netheimum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

100. héraðsþing HSK verður haldið í Þingborg í Flóahreppi í dag og hefst stundvíslega kl. 17:00.

Rétt til setu á þinginu eiga 131 fulltrúi frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins, auk gesta. Þá hefur Hestamannafélagið Jökull sótt um aðild að sambandinu og verður inntökubeiðni félagsins tekin fyrir á þinginu.

Á þiningu verður kunngjört val á íþróttakarli og íþróttakonu HSK, úr röðum þeirra sem tilnefnd eru í einstökum greinum.

Fyrri greinFramboð M-listans í Árborg kynnt á laugardag
Næsta greinMeð mold á hnjánum í byggðasafninu