Hundar hittast í bæjargarðinum

Í tengslum við markaðinn á Vori í Árborg í miðbæjargarðinum á Selfossi mætir nýstofnað hagsmunafélag hundaeigenda í Árborg með hundana sína í garðinn í dag kl. 14.

Þar munu félagar dreifa bæklingnum “Sámur komdu” frá Hundaræktarfélagi Íslands. Bæklingurinn útskýrir á einfaldan hátt hvernig börn eiga að hegða sér við hunda. Hvort sem þau þekkja þá eða ekki.

Félagar munu einnig sýna hundana sýna og verða allmargar tegundir á svæðinu. Einnig geta börnin komist í kassaklifur með félögum í Björgunarfélagi Árborgar milli 14:00 og 16:00 og á hestbak með félögum úr Hestamannafélaginu Sleipni milli 14:00 og 15:00.

Markaðurinn er opinn frá 13:00 – 17:00

Fyrri greinÁrborg og Ægir úr leik
Næsta greinBjörgvin G.: Réttlæti í sjávarútvegi