Hundar fá útivistarsvæði á Selfossi

Ætlað er að hundaeigendur geti fljótlega farið með hunda sína á sérstaklega skilgreint útivistarsvæði á Selfossi.

Framkvæmda- og veitustjórn leggur til að svæði neðan við Klifið, sem er suðaustur af Arnbergi á Selfossi verði tekið undir slíka notkun.

Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um að slíkt yrði að fara í gegnum grenndarkynningu.