Hugsanlegt að reka hótel samhliða heilsuhæli

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir opnun hótels í húskynnum heilsuhælis Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði.

Að sögn Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra HNLFÍ, er þegar komið talsvert af fyrirspurnum og pöntunum. Þá hefur Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri HNLFÍ, verið ráðinn hótelstjóri og Harpa Einarsdóttir markaðs- og kynningarstjóri.

Að sögn Inga Þórs er vel hugsanlegt að reynt verði í framtíðinni að reka hótel samhliða heilsuhælisrekstrinum. ,,Það er alveg ljóst að það eru tækifæri í þessum rekstri til framtíðar og þá sem heilsuferðaþjónusta fyrir almenning,“ sagði Ingi Þór. Hótelið verður opið frá 20. júní til 20. ágúst og á þessum tíma verður boðið up á ríflega 6.000 gistinætur.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT