Hugrún sér um æskulýðsmálin

„Mér líst mjög vel á nýja starfið og er full tilhlökkunar að starfa í kirkjunni enda ákvað ég að mennta mig sem djákni til að helga kirkjunni starfskrafta mína, þetta verða spennandi sex mánuðir.“

Þetta segir Hugrún Kristín Helgadóttir, sem hefur verið ráðin starfsmaður æskulýðsmála í Selfosskirkju í 75 prósent starfi til sex mánaða, þ.e. á meðan Séra Ninna Sif Svavarsdóttir er í barneignarleyfi.

Hugrún Kristín, sem er fædd og uppalin á bænum Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum, hefur starfað sem matráður við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún er djáknakanditat og hefur ekki enn hlotið formlega vígslu.

Fyrri greinTónleikar á Flúðum í kvöld
Næsta greinStofna ferðamálaráð