Hugmyndakeppni um endurbætur Leikskála

Leikskálar. Ljósmynd/Mýrdalshreppur

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur hefur samþykkt tillögu Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráðs sveitarfélagsins um að efnt verði til hugmyndasamkeppni um lagfæringar á ytra byrði félagsheimilisins Leikskála.

Íbúar eru með hvattir til þess að senda inn hugmyndir að endurbótum utandyra sem myndu falla vel að því sem þegar hefur verið gert innan og utandyra.

Hugmyndir má senda á sveitarstjori@vik.is eða skila inn á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 og verða þær lagðar fyrir næsta fund FFMR og hafðar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Fyrri greinLíf og fjör í sveitarfélaginu okkar
Næsta greinHræðileg dagskrá alla vikuna