HSU og Eyvindur endurnýja samstarfssamning

Frá undirritun samstarfssamningsins á Flúðum í gær. Ljósmynd/Eyvindur

Í gær var skrifað undir endurnýjaðan samstarfssamning Björgunarfélagsins Eyvindar og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Samningurinn felur í sér að Björgunarfélagið Eyvindur mun hafa til taks hóp vettvangsliða, sem eru þjálfaðir og tilbúnir til að þess að bregðast við ef HSU óskar eftir aðstoð þegar um neyðartilfelli er að ræða og langt er í að sjúkraflutningar HSU geti komið á staðinn. Vettvangsliðar munu hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Fyrsti samningurinn þessa efnis var gerður árið 2011 en með nýja samningnum, sem gildir til tveggja ára, mun HSU greiða Eyvindi þóknun sem nýtt verður í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. 

Fyrri greinStokkseyringar röktu upp Álafossvörnina
Næsta greinEldur í spenni á Nesjavöllum