HS Veitur fá ISO 9001 vottun

Starfsstöð HS Veitna á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

HS Veitur hafa hlotið vottun á gæðastjórnunarkerfi sínu samkvæmt ISO 9001 staðlinum.

BSI sá um að framkvæma vottunina en þeir eru leiðandi aðili í vottun á stjórnkerfum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
ISO 9001 vottunin tryggir að unnið sé eftir verkferlum sem ná til allra þátta í starfsemi fyrirtæksins, þar sem stöðugar umbætur og eftirfylgni eiga sér stað. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að vottunin sé uppskera mikillar og samstilltrar vinnu starfsfólks fyrirtækisins.

HS Veitur starfa á fjórum svæðum og reka jafn margar starfsstöðvar, meðal annars í Árborg þar sem fyrirtækið sér um dreifingu raforku.

Fyrri greinSögusýning um Litla-Hraun opnuð á byggðasafninu
Næsta greinHafþór ráðinn framkvæmdastjóri Hamars