HS Orka hyggst virkja í Tungufljóti

Hs Orka áform­ar að reisa um 9 MW rennslis­virkj­un í efri hluta Tungufljóts í Bisk­upstung­um, Brú­ar­virkj­un, og hef­ur Mann­vit lagt fram til­lögu að matsáætl­un fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Orku­öfl­un HS Orku hef­ur til þessa að mestu byggst á jarðvarma­virkj­un­um, það er orku­veri í Svartsengi og Reykja­nes­virkj­un.

Fyr­ir­tækið hef­ur í seinni tíð gert samn­inga um kaup á orku frá litl­um vatns­afls­virkj­un­um til að styrkja stöðu sína á raf­orku­markaði og með Brú­ar­virkj­un er fetað áfram þá slóð.

Fyrri greinDagný Brynjars í Hvolnum í kvöld
Næsta grein20 milljónir til tækjakaupa á HSu