Hryggbrotnaði við Laufskálavörðu

Sl. föstudag varð umferðarslys á vegslóða sem liggur með Suðurlandsvegi við Laufskálavörðu í Álftaveri.

Þar voru nokkrir aðilar á torfæruhjólum á ferð og hafði einn þeirra lent á grjóti sem var á slóðanum. Hann féll við það í jörðina og mun hafa hlotið viðbeinsbrot auk þess sem tveir hryggjarliðir brotnuðu.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að að eitt af torfæruhjólunum var ekki með skráningarnúmer og var ótyggt.