Hrútur braut rúður í veiðihúsi

Í gær barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um rúðubrot í veiðihúsi við Ytri Rangá, þar sem tvær rúður höfðu verið brotnar.

Ekki var að sjá að farið hafi verið inn í húsið og enguhafði verið stolið.

Síðar sama dag var hringt aftur til lögreglu með þær upplýsingar að málið væri upplýst. Sökudólgurinn var hrútur sem sleppt hafði verið út fyrr um daginn.

Atvikið minnti lögreglumenn á hinn kunna hrekkjalóm Salomón svarta, sem þeir sem eldri eru kannast við úr samnefndri bók eftir Hjört Gíslason. Hrúturinn sá var prakkari hinn mesti sem á stundum lék lögregluna grátt.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Hraðskreiðum ferðamönnum fjölgar
Næsta greinLokunarhlið við Dyrhólaey skemmt