Hrund ráðin skólastjóri

Hrund Harðardóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Sunnulækjaskóla á Selfossi, hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Hrund, sem á ættir sínar að rekja í Biskupstungur, skoraði hæst í mati Capacent sem sá um ráðningarferlið og var hún því valin úr hópi 20 umsækjenda. Hún tekur við starfnu af Arndísi Jónsdóttur 1. ágúst í sumar.