Hrunaréttir vígðar 13. september

Formleg vígsla á endurbyggðum Hrunaréttum mun fara fram á réttardaginn, föstudaginn 13. september næstkomandi klukkan 10:00.

Fjárbændur í Hrunamannahreppi hófu endurbygginguna árið 2010 en sauðfjárræktarfélagið stóð að byggingunni í samstarfi við sveitarfélagið og búnaðarfélagið. Réttað var í fyrsta sinn í nýju réttunum árið 2011.

Á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps í gær var kynnt erindi frá stjórn sauðfjárræktarfélagsins þar sem vakin er athygli á bílastæðum og aðgengi bænda við Hrunaréttir. Sveitarstjórn telur heppilegt að skoða heildrænt skipulag svæðisins og var landbúnaðarnefnd falið að huga að málinu.

Fyrri greinStefnir í einn bíl á vakt í Árnessýslu allri
Næsta greinSlökkviliðs- og sjúkraflutningamenn skora á stjórnvöld