Hrunamenn taka upp Blátunnuna

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að taka upp tveggja tunnu flokkun og því verða grá- og blátunnur við hvert heimili í hreppnum.

Undanfarin misseri hefur staðið yfir vinna þar sem til skoðunar var að auka flokkun úrgangs í hreppnum. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins mælti með því að Blátunnan verði tekin upp í hreppnum en hingað til hafa aðeins verið gráar ruslatunnur við hvert heimili fyrir allt almennt heimilissorp.

Gert er ráð fyrir að búið verði að innleiða ferlið eigi síðar en 1. september 2013.

Hreppsnefndin hefur falið Jóni Valgeirssyni, sveitarstjóra, að útbúa nýjar samþykktir um flokkun úrgangs fyrir Hrunamannahrepp í samræmi við þessar breytingar og byrja feril við kaup á nauðsynlegum ílátum vegna breytinganna.

Fyrri greinMókolla slær Íslandsmetið í æviafurðum
Næsta greinLögreglan landaði bruggara