Hrunamannahreppur tekur lán til framkvæmda

Hrunamannahreppur hyggst taka lán fyrir framkvæmdum að andvirði 105 milljónum króna á næsta ári. Lántaka upp á 93 milljónir króna á að standa undir frágangi á viðbyggingu íþróttahúss og 12 milljónir verða teknar að láni til framkvæmda við fráveitu.

Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun næsta árs.

Þar er gert ráð fyrir nettófjárfestingum í eignasjóði að fjárhæð 97,7 milljónir króna, þar af 1,7 milljón í gatnagerð, 93 milljónir vegna stækkunar íþróttahúss og 3 milljónir vegna endurnýjunar bifreiðar í áhaldahúsi.

Þá er gert ráð fyrir nettófjárfestingu í fráveitu að fjárhæð 12 milljóna króna, í vatnsveitu 5 milljónir og í hitaveitu 7 milljónir.

Lokið verður við að leggja bundið slitlag á Högnastíg auk þess sem lagnir verða endurnýjaðar í götunni og þá verður Vesturbrún kláruð.

Fyrri greinHelgi segir D-listann beita brögðum – Rangt, segir Ásta
Næsta greinGera úttekt á samstarfi sveitarfélaganna