Hrossadauði óútskýrður

Ekki er ljóst hvað dró sex hross í Eystra-Fróðholti í Landeyjum til dauða í byrjun þessa árs. Eftir krufningu er ekki vitað hvað olli skyndilegum dauða hrossanna.

Við krufningu á folaldi sáust bólgur í görnum sem hugsanlega tengjast listeríusýkingu en ekki verður séð hvort, eða hvernig slík sýking hefði dregið hrossin til dauða.

„Matvælastofnun fór fram á krufningu hrossanna enda tekur stofnunin mál sem þessi mjög alvarlega þar sem um smitsjúkdóma getur verið að ræða,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.

Engin frekari veikindi hafa komið upp í hrossum eða öðru búfé á bænum.

Fyrri greinFundu meira heimabrugg
Næsta greinVorhugur í vertunum