Hross aflífað eftir ákeyrslu

Ekið var á hross á móts við Torfastaði í Grafningi um kl. 21 í gærkvöldi.

Ökumaðurinn var á leið norður Grafningsveg er skyndilega birtust fimm hross á veginum. Ökumaðurinn ók frekar hægt og var við það að stöðva bílinn þegar eitt hrossanna lenti á honum. Hrossið hvarf út í myrkrið en fannst í hópi hrossa stuttu síðar. Í ljós kom að það hafði lærbrotnað og var ekki hjá því komist að aflífa það.

Ökumaður og farþegi voru ómeidd og bifreiðin lítið skemmd.