Hrós dagsins . . .

. . . fær Rangárþing eystra og Vegagerðin sem nú hefur komið upp nýjum skiltum sem vísa á Skógafoss.

Eins og lesendum er í fersku minni benti sunnlenska.is á stafsetningarvillu á nýju skiltunum við Skógafoss fyrr í mánuðinum. Þar stóð nefnilega „Skógarfoss“.

Viðbrögðin voru góð því Vegagerðin brást skjótt við tilmælum Rangárþings eystra um að breyta skiltunum og nú hafa nýjar merkingar verið settar upp.

TENGDAR FRÉTTIR:
„Skógarfoss“ stingur í augun

Fyrri greinFalla frá notkun sorpbrennsluofns
Næsta greinFjóla vann silfur og brons