Hrönn ráðin forstjóri Matvælastofnunar

Dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Matvælastofnunar og hefur hún störf þann 1. ágúst næstkomandi.

Hrönn er með BS gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og lauk MS-prófi í umhverfisefnafræði árið 2002 frá Stokkhólmsháskóla. Árið 2009 lauk hún einnig doktorsgráðu í umhverfisefnafræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur unnið hjá MATÍS undanfarin 11 ár. Frá árinu 2016 hefur hún verið stjórnandi hjá MATÍS  þar sem hún hefur stýrt fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, stefnumótun, rekstri og ráðgjafarverkefnum.

Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar og mat hæfn­is­nefnd fimm umsækj­endur vel hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þá í við­tal þar sem ítar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Hrönn Jörundsdóttir væri hæfust umsækj­enda til að stýra Matvælastofnun til næstu fimm ára.

Fyrri greinGröfuþjónustan Hvolsvelli og Smávélar með lægsta tilboð í gatnagerð
Næsta greinStefnumót við Múlatorg á laugardag