Hringveginum lokað vegna óveðurs

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár verður Hringvegur 1 lokaður frá kl: 12:00 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Nú þegar hefur veðrið versnað mjög í Öræfunum og hefur Suðurlandsvegi þegar verið lokað frá Skaftafelli að Jökulsárlóni.

Vegna óveðurs má búast við því að í dag, fimmtudag, þurfi einnig að grípa til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Líkur eru á því að um og uppúr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og á Mosfellsheiði.

Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er líklegt að einnig þurfi að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

Fyrri greinGríðarleg veltuaukning á milli ára
Næsta greinOpið um Hellisheiði og Þrengsli