Hringveginum lokað austan Klausturs

Þjóðvegi 1 verður lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns kl. 11:00 í dag. Einnig hefur verið ákveðið að loka þjóðvegi nr. 1 milli Markarfljóts og Vikur í Mýrdal kl. 14.00 í dag vegna óveðurs.

Í Öræfum hvessir með morgninum, þar verða vindhviður allt að 45 m/s frá hádegi og litla breytingu er að sjá þar allt til morguns. Eins er hætt við sandfoki á Skeiðárársandi. Undir Eyjafjöllum verður líka hvasst í dag og hætt við hviðum 35-40 m/s, einkum frá því um miðjan dag.

UPPFÆRT KL. 12:54