Hringur hvarf í Skálholtsskóla

Kona tapaði hring í Skálholti um hádegi í gær. Gripurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann en hringurinn er úr gulli og platínu með grænum perulaga smaragði.

Hringinn hafði konan tekið af sér inni á salerni við aðalinngang Skálholtsskóla og lagt hann á vaskinn meðan hún þvoði sér um hendur. Hún gleymdi hringnum en þegar hún uppgötvaði það um 15 mínútum síðar var hringurinn ekki þar sem hún taldi sig hafa lagt hann frá sér.

Þrátt fyrir ítarlega leit fannst hringurinn ekki. Mjög margir ferðamenn voru í Skálholti á þessu tímabili.

Lögreglan biður þá sem vita um hringinn að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.

Fyrri greinSigurður „séní“ á Þingvöllum
Næsta greinKvöldsigling Steina spil endurflutt