Hringtorg og undirgöng við Suðurhóla boðin út

Nokkur umferðarslys hafa orðið á þessum gatnamótum á síðustu árum. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg hafa auglýst eftir tilboðum í gerð hringtorgs og undirganga við Suðurhóla á Selfossi.

Íbúar á Selfossi hafa þrýst mikið á þessar vegbætur en mikil umferð gangandi, hjólandi og hlaupandi vegfaranda er yfir Eyraveginn á þessum gatnamótum.

Verkinu á að vera lokið ekki síðar en þann 1. nóvember næstkomandi.

Í verkinu felst einnig gerð stíga og stígtenginga við ný undirgöng, færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalögnum. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja.